Problem L
Undrabarn
Languages
en
is
Jón og konan hans, Gunna, voru að eignast sitt fyrsta barn. Hún heitir Marta Elísabet, og engum til undrunar, þá er hún greind eins og foreldrar sínir. Fyrsta orðið hennar voru fyrstu hundrað stafirnir í $\pi $, hún hefur lært öll forritunarmálin, og er nýbúin að finna siguráætlun fyrir skák. Þó það virðist vera ómögulegt, þá segja sumir að hún sé greindari en foreldrar sínir.
Marta hefur gaman af þrautum. Hún hefur einnig gaman af jákvæðum heiltölum sem innihalda ekki tölustafina $0$ eða $8$, sem eru tölustafir sem hún telur vera leiðinlegir. Marta hefur verið að skrifa tölurnar sem henni finnst skemmtilegar í hækkandi röð á smekkinn sinn.
Hún tekur eftir mynstri, og spyr pabba sinn eftirfarandi spurningu: Gefin heiltala $K$, hver er $K$-ta heiltalan sem hún mun skrifa niður? Jón biður þig um að reikna þetta fyrir sig þar sem hann er upptekinn við að skipta um á Mörtu.
Inntak
Ein lína sem inniheldur heiltöluna $K$.
Úttak
Ein lína sem inniheldur $K$-tu jákvæðu heiltöluna sem inniheldur hvorki tölustafinn $0$ né $8$.
Stigagjöf
Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.
Hópur |
Stig |
Inntaksstærð |
1 |
50 |
$ 1 \le K \leq 10^{4} $ |
2 |
50 |
$ 1 \le K \leq 10^{12}$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 |
5 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
10 |
12 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
500 |
764 |