Problem C
Veggurinn, seinni hluti
Languages
en
is
Þegar verktakar Trumps eru búnir að reisa vegginn hans þá hringir Trump í Magga málara:
TRUMP: “I need you to paint my wall. The builders have no clue how to do it. Sad!”
MAGGI: “Ok, hvernig á hann að vera á litinn?”
TRUMP: “It should be great: Orange like my beautiful face!”
MAGGI: “Ok, ég mæti með appelsínugula málningu.”
Veggurinn er $N$ einingar að breidd, og eru einingarnar númeraðar frá $1$ upp í $N$. Bíllinn hans Magga er ekki mjög stór og rúmar ekki alla málninguna sem hann þarf, og þarf hann því að fara nokkrar ferðir í málningarbúðina. Eftir hverja ferð kemur hann að veggnum og byrjar að mála einingu númer $i$. Síðan málar hann næstu einingar við hliðina, $i+1$, $i+2$, $\ldots $, alveg þar til hann hefur málað $j$-tu eininguna, en þá er hann búinn með málninguna og þarf að fara aftur í búðina.
Maggi á það til að ruglast, og málar því stundum yfir einingar sem hann hefur málað áður. Og nú, eftir $M$ bílferðir, er Maggi alveg búinn að gleyma hve margar einingar hann er búinn að mála! Sem betur fer var Trump að fylgjast með honum að mála og getur sagt honum hve margar einingar hann er búinn að mála.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur $N$, fjölda eininga í veggnum, og $M$, fjöldi bílferða. Síðan koma $M$ línur. $k$-ta línan inniheldur tvær heiltölur $i$ og $j$, þar sem $i \le j$, sem er upphafs- og lokaeiningin sem Maggi málar eftir bílferð númer $k$.
Úttak
Skilið fjölda eininga sem Maggi málaði og prentið “The Mexicans took our jobs! Sad!” ef sá fjöldi er stærri en $N / 2$, en annars “The Mexicans are Lazy! Sad!”.
Stigagjöf
Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.
Hópur |
Stig |
Inntaksstærð |
1 |
30 |
$ 1 \le N \le 1000$, $1 \le M \le 10^4$ |
2 |
30 |
$ 1 \le N \le 10^6$, $1 \le M \le 10^5$ |
3 |
40 |
$ 1 \le N \le 10^{12}$, $1 \le M \le 10^5$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
100 5 1 10 9 20 20 30 50 70 55 80 |
61 The Mexicans took our jobs! Sad! |