Hide

Problem A
Ég elska hann

Languages en is
/problems/egelskahann2/file/statement/is/img-0001.png
Fyrsta sýnidæmið
Gunna litla var mjög hrifin af Jóni litla. Hún sveiflaði sér í rólunni, horfði á Jón leika sér með hinum börnunum og skoðaði blómið sitt. Jón talar aldrei við hana. Hún heldur fastar um blómið sitt.

Hún ætlar að leyfa blóminu að ákveða hvort hún fari að tala við hann eða ekki. Hún byrjar á að númera laufblöðin á blóminu frá $1$ upp í $N$ rangsælis, þar sem $N$ er fjöldi laufblaða.

Hún byrjar hjá laufblaði númer $1$ og segir “Hann elskar mig”. Hún lætur þetta laufblað vera, og heldur áfram á blað númer $2$. Þá segir hún “Hann elskar mig ekki” og rífur blaðið af. Svo fer hún á blað númer $3$, segir “Hann elskar mig”. Hún heldur svona áfram, segir “Hann elskar mig” og “Hann elskar mig ekki” til skiptis, og rífur blaðið sem hún er á af þegar hún segir “Hann elskar mig ekki”. Þetta gerir hún, hring eftir hring, þar til aðeins eitt laufblað er eftir.

Getur þú talið með Gunnu, og sagt henni númerið á síðasta laufblaðinu?

Inntak

Heiltalan $1 \leq N$, fjöldi laufblaða á blóminu til að byrja með.

Úttak

Ein lína með númerinu á laufblaðinu sem eftir stendur.

Útskýring á sýnidæmum

Gunna gerir eftirfarandi í fyrsta sýnidæminu:

  • Hún byrjar á laufblaði $1$, og segir “Hann elskar mig”.

  • Hún fer á laufblað $2$, segir “Hann elskar mig ekki”, og rífur laufblaðið af.

  • Hún fer á laufblað $3$, og segir “Hann elskar mig”.

  • Hún fer á laufblað $4$, segir “Hann elskar mig ekki”, og rífur laufblaðið af.

  • Hún fer á laufblað $5$, og segir “Hann elskar mig”.

  • Hún fer á laufblað $1$, segir “Hann elskar mig ekki”, og rífur laufblaðið af.

  • Hún fer á laufblað $3$, og það er síðasta laufblaðið.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntaksstærð

1

20

$N \le 10$

2

20

$N \le 1000$

3

30

$N \le 10^6$

4

30

$N \le 10^{18}$

Sample Input 1 Sample Output 1
5
3
Sample Input 2 Sample Output 2
10
5