Hide

Problem K
Toggi

Hann Toggi elskar töluna $\pi $. Toggi hefur mjög gaman af því að láta tölvuna sína reikna $\pi $ en það getur tekið langan tíma eftir því hveru marga aukastafi hann reiknar. Ef hann reiknar fyrstu $n$ aukastafina í $\pi $ þá tekur það $n \log _{10}(n) / 10^{6}$ sekúndur, þar sem $\log _{10}$ táknar logra með grunntölu $10$. Hann vill vita hvað hann getur reiknað marga aukastafi í $\pi $ á þeim tíma sem hann hefur. Hjálpaðu honum að komast að því.

Inntak

Gefin er ein heiltala $C$, fjöldi sekúnda sem Toggi hefur.

Úttak

Ein lína með heiltölunni $n$, mesti fjölda aukastafa í $\pi $ sem Toggi getur reiknað á $C$ sekúndum.

Útskýring á sýnidæmum

Toggi getur reiknað $189481$ aukastafi á einni sekúndu, því

\[ 189481 \log _{10}(189481) / 10^6 \approx 0.9999984203540794 \leq 1 \]

Hann getur þó ekki reiknað fleiri aukastafi á einni sekúndu, því

\[ 189482 \log _{10}(189482) / 10^6 \approx 1.0000041322153754 > 1 \]

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntaksstærð

1

10

$ 1 \le C \leq 5$

2

20

$ 1 \le C \leq 50$

3

30

$ 1 \le C \leq 2000$

4

20

$ 1 \le C \leq 10^4$

5

20

$ 1 \le C \leq 10^9$

Sample Input 1 Sample Output 1
1
189481

Please log in to submit a solution to this problem

Log in