Hide

Problem E
Siggi sement

/problems/iceland.sement/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd eftir judy_and_ed

Siggi vinnur sem malbikari fyrir borgina. Einn daginn sér hann óvenjulega stóra holu í úthverfum Reykjavíkur, en íbúar úthverfisins eru mjög óþolinmóðir og vilja láta laga þetta strax.

Siggi mælir gatið og sér að það er nákvæmlega $K$ einingar að stærð. Hann ákveður að laga gatið sjálfur, og fer því í næstu sementverslun. Þar fást pokar af sementi af allskyns stærðum og gerðum. Hann er slæmur í bakinu, svo hann ætlar að kaupa nákvæmlega tvo poka svo að þyngdin dreifist jafnt. Og þar að auki vill hann ekki halda á meiri þyngd en hann þarf, svo hann vill að pokarnir tveir rúmi saman nákvæmlega $K$ einingar.

Þú færð gefinn lista af öllum pokum sem eru til, og stærðum þeirra. Það gætu verið til margir af sömu stærð. Getur þú hjálpað Sigga að velja tvo poka sem hafa samtals stærð nákvæmlega $K$?

Inntak

Fyrsta línan inniheldur tvær heiltölur $N$, fjöldi poka í búðinni, og $K$, stærðin á holunni. Svo fylgja $N$ línur, ein fyrir hvern sementspoka, sem inniheldur heiltölu $S_ i$, stærðin á sementspokanum í einingum.

Úttak

Skrifið út stærðir á tveimur pokum úr versluninni sem uppfylla skilyrðin. Það má bara velja hvern poka einu sinni (en það má velja tvo mismunandi poka af sömu stærð).

Ef margar lausnir koma til greina, þá megið þið skrifa einhverja þeirra út. Ef það eru engar lausnir, skrifið þá út Neibb.

Útskýring á sýnidæmum

Í fyrsta sýnidæminu getur Siggi valið poka af stærð $3$ og $17$. Samtals hafa þeir stærð $3+17=20$, eins og beðið var um. Önnur lausn sem kæmi til greina væri að velja poka $4$ og $16$.

Í öðru sýnidæminu er bara einn poki til í búðinni, svo hann getur ekki valið tvo poka.

Í þriðja sýnidæminu getur Siggi valið poka af stærð $5$ og $5$.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntaksstærð

1

30

$ 1 \le N \le 10^3$, $ 1 \le K \le 10^9$

2

10

$ 1 \le N \le 10^3$, $ 1 \le K \le 10^{18}$

3

30

$ 1 \le N \le 2\cdot 10^5$, $ 1 \le K \le 100$

4

30

$ 1 \le N \le 2\cdot 10^5$, $ 1 \le K \le 10^{9}$

Sample Input 1 Sample Output 1
5 20
4
17
9
3
16
16 4
Sample Input 2 Sample Output 2
1 10
5
Neibb
Sample Input 3 Sample Output 3
2 10
5
5
5 5

Please log in to submit a solution to this problem

Log in